Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Landsvirkjun og stefna

Ágætu þingmenn

 

Við hér í Norðurþingi og Þingeyjarsýslum teljum að mestur arður og hagnaður náist út úr

hverju Mw ef sem flest störf standa á bak við þá einingu. Ég sé bara ekki hag í því að selja orkuna

til orfáa aðila þó svo að þeir séu eitthvað tilbúnir að borga hærra verð fyrir orkuna það fæst töluvert hærra verð fyrir orkuna ef sem flest störf eru á bak við hvert Mw þó svo að orkukaupandinn fá það á eitthvað lægra verði. Við Íslendingar eigum Landsvirkjun, ef Landsvirkjun getur séð hag sinn í því að virkja hér hjá okkur þá er það vel. Þau skilyrði sem við eðlilega setjum hér í Þingeyjarsýlum hlýtur að vera sú að við njótum þess sem og allir aðrir Íslendingar um að geta haft atvinnu af þeirri orku sem hér er, þetta er okkar auðlind. Stefna þessarar ríkisstjórnar hefur t.d. verið sú að fullvinna fiskinn hér heima frekar en að senda fiskinn óunnin út, til hvers er það? Það er gert til að skapa atvinnu. Á þessum tveimur auðlindum okkar er enginn munur hvað þetta varðar.

 

 Það má aldrei verða að Landsvirkjun verði rekin sem eitthvert gróðafyrirtæki þannig að  við njótum þess ekki beint. Nú liggur fyrir viljayfirlýsing á milli Landsvirkjunar og Carbon Recycling International um að reisa verksmiðju í Kröflu og þarf sú verksmiðja c.a 50-60Mw við full afköst starfa við hana um 15-20 manns. Álverið á Reyðarfirði er með c.a 400 starfsmenn og annað eins við að þjónusta álverið, á álverslóðinni fyrir austan eru 801 manns dag frá degi og það næstu 40 árin lágmark. Á þessu sést að virðisaukinn fyrir Íslendinga er í álverinu eða ámóta fyrirtækjum. Landsnet segir til að hægt sé að fara út í línulagnir verði að semja við notanda sem lágmark notar 150-180Mw til einhverja tugi ára. Því samkvæmt lögum má Landsnet ekki leggja línur nema að þær skili ákveðnum arði.  Hörður forstjóri Landsvirkjunar viðurkennir það að selja orkuna til jafn öruggra aðila og t.d. álvera sé draumur fyrir fyrirtækið og bætir við að hann vilji taka meiri „áhættu“ með því að semja um hærra verð til ekki jafntraustra aðila og stóriðja sé og semja við c.a 10-20 aðila. Ég vill ekki að mitt opinbera fyrirtæki Landsvirkjun taki einhverja áhættu í sínum rekstri.  Hörður Arnarson segir að Landsvirkjun komi ekki til með að nota rannsóknarleyfið sem Orkustofnun veitti Landsvirkjun í Gjástykki og fari ekki gegn vilja „eigandans“. Þessi afstaða Landsvirkjun kristallar afstöðu ríkisstjórnarflokkanna sem þurfa nú að standa við stóru orðin eftir áratuga andstöðu sinni við stóriðju sem tóku sér þannig stöðu gegn öðrum flokkum til að skapa sér einhverja sérstöðu í pólitík.

 

Þið sem þingmenn okkar eigið að vinna að því öllum árum að skapa atvinnu og stuðla að því að

þær auðlindir sem við eigum séu nýttar í þágu allra landsmanna því allt annað byggir á því svo sem opinber þjónusta, lífvænleg sveitarfélög, byggðir Þau rök ykkar að eftir því sem Landsvirkjun fái meiri tekjur eigi það að skila betur til allra landsmanna er ég ekki að kaupa. Í því sambandi vill ég benda á að mikið kappsmál er að gera eignarnám í HS orku sem gæti kostað ríkið um 30 milljarða, 19 milljarðar voru settir í sparisjóðina, 30 milljarðar í Hörpu og svona má lengi telja þessar aðgerðir eru ekkert sérstaklega til þess að bæta landsbyggðina eða búsetu þar.   Ég tala nú ekki um að orkan sem landsbyggðin býr yfir sé notuð í slík gæluverkefni.

 

Orkan verði öll nýtt í Þingeyjarsýslum

Ágætu þingmenn Vinstri Grænna

 

Mig langar að skrifa ykkur nokkrar línur hér varðandi Norðurþing þar sem að ég er búsettur ásamt fjölskyldu minni

.

Áki Hauksson heiti ég og bý á Húsavík, hér hafa rætur mínar verið frá því 1965 eða rétt tæp 46 ár. Hér hefur mér liði afskaplega vel og vill helst hvergi annarstaðar vera. Hér býr gott fólk sem hefur haft það markmið að byggja upp gott og öruggt samfélag í gegnum árin og áratugina hvort heldur það snýr að einkageiranum eða opinberri þjónustu. Þessi tveir þættir eru órjúfanlegir og vinna það mikið saman að hvorugur getur án hins verið. Til að hafa örugga og góða opinbera þjónustu verður að vera gott og öruggt atvinnulíf. Við hér í Norðurþingi höfum margt reynt í atvinnumálum og vill ég nefna hér nokkur dæmi svo sem niðursuðuverksmiðja, parketframleiðsla, víngerð, rækjuverksmiðja, pokaframleiðslu, saumastofu, hóstasaft úr fjallagrösum, sultuverksmiðju og margt fleira. Flest af þessu hefur því miður ekki gengið upp og má segja að parketframleiðslan hafi dregið Kaupfélag Þingeyinga með sér í fallinu sem var mikil blóðtaka fyrir okkur.

 

Við lifum mestu á fiskveiðum og tengdum greinum, einnig er þjónusta og ferðaiðnaður okkur mjög mikilvægur. En betur má ef duga skal því að á síðustu 10 árum hefur íbúum á svæðinu frá Húsavík til Raufarhafnar, sem nú heitir Norðurþing, fækkað um 15%. Mest hefur fækkunin verið í aldurshópnum 40 ára og yngri, en í þeim aldursflokki hefur íbúum fækkað um 25%. Þessar staðreyndir eru grafalvarlegar fyrir okkar samfélag. Mestar áhyggjur hef ég á flótta yngra fólksins sem virðist ekki finna fótfestu hér í Norðurþingi.

 

Fyrir Þingkosningar 2007 skrifar Steingrímur J Sigfússon í Skarpi staðarblað Þingeyjarsýslna um „eitthvað annað“ en orkufrekan iðnað á Húsavík og segir meðal annars.

 Eitthvað annað eru þá t.d. störf í opinberri þjónustu og allur fyrirsjáanlegur og mögulegur vöxtur þar: -Heilbrigðisstofnun Þingeyinga -Framhaldsskólinn á Húsavík -Sýslumaður og lögregla -Þekkingarseturs Þingeyinga -Náttúrustofa Norðausturlands -Háskólasetur H.Í. á Húsavík -leik- tónlistar- og grunnskólar -félagsþjónusta -áhaldahús -bæjarskrifstofur -veitustarfsemi sveitarfélagsins, raforkuframleiðsla úr afgangsgufu frá hitaveitu og tengd sorpbrennsla eru allt góð dæmi um umsvif sem eru "eitthvað annað" *"Eitthvað annað" er þjónusta á vegum einkaaðila: -bankar -verslanir -iðn- og handverksþjónusta -byggingarstarfsemi, viðhald, viðgerðir, verkstæðisrekstur.

 

Eitthvað annað er ferðaþjónusta, mesta vaxtargrein íslensks atvinnulífs sl. 30 ár: -hvalaskoðun -hvalamiðstöð og söfn -veitinga- og gististaðir -bílaleiga, rútuútgerð, bílstjórar, leiðsögumenn, landverðir og hvers kyns afþreying *Garðarsstofa á Húsavík er "eitthvað annað" Eitthvað annað eru matvælavinnslu- og iðnfyrirtækin í gömlu mjólkurstöðinni. *"Eitthvað annað" er Norðlenska saltfiskverkun, hausaþurrkun og önnur umsvif GPG, landvinnsla Vísis, útgerð báta og skipa......lífrænar gulrætur í Öxarfirði og kryddjurtir og te í Aðaldal eru "eitthvað annað" .....

 

Því miður þrátt fyrir góðan vilja Steingríms J Sigfússonar þá er opinber þjónusta ekki það sem við getum byggt okkar framtíð eingöngu á. Mikill niðurskurður á opinberri þjónustu er staðreynd í dag eftir bankahrunið. Ekki er hægt að skella skuldinni á atvinnuuppbyggingu hvað svo sem ykkur finnst um álver eða annan orkufrekan iðnað. Grafalvarlegir hlutir gerðust innan bankakerfisins, bankarnir rændir innan frá og kvittað svo fyrir öllu saman með fölsuðum ársreikningum.   

Útflutningur á áli hefur haldið uppi viðskiptajöfnuði og gjaldeyri til landsins undanfarið ásamt fiskafurðum og öðrum útflutningi. Mikil bjartsýni og sóknarhugur kom yfir íbúa hér í Þingeyjarsýslum þegar í ljós kom sú mikla orka sem býr í iðrum jarðar á Þeistareykjum og víðar. Þáverandi meirihluti bæjarstjórnar Húsavíkur H-Listinn sem ykkar fólk sat í hóf þegar að leita að áhugasömum orkukaupanda. Sú leit skilaði þeirri niðurstöðu 18-05-2006 að  Alcoa, ríkisstjórnin og Húsavíkurbær (H-Listinn) skrifa undir viljayfirlýsingu um áframhaldandi rannsóknir á fjárhagslegri hagkvæmni nýs álvers á Norðurlandi með 250.000 tonna framleiðslugetu á ári.

 

Það er alveg ljóst  í huga okkar íbúa hér í Þingeyjarsýslum að orkan verði öll nýtt heima í héraði (Þingeyjarsýlum) enginn afsláttur verður gefinn af því. Alvarleg skilaboð berast nú frá Landsvirkjun sem kúvent hefur öllum málum okkar hér og virðist hunsa allar okkar kröfur, vilja sem og Naustnefndina sem sértaklega var stofnuð til að leita að áhugasömum fjárfestum um orkuna okkar hér.  Augljóst er að þessi stefna Landsvirkjunar kristallar stefnu ykkar í ríkisstjórn. Allt bendir til þess að einungis brot af þeirri miklu orku sem hér er verði nýtt í Þingeyjarsýslum. Þessi nýja stefna er okkur mikið áfall og áhyggjuefni eftir þá miklu vinnu sem heimamenn hafa sett í verkefnið „Þeistareyki“ og víðar.

 

Nú finnst flest öllum hér allt vera í lausu lofti og ekki síst ykkar stuðningsfólki. Verði haldið áfram þeim áætlunum að skera enn meira niður í opinberri þjónustu leggst annað atvinnulíf af.  Nú er boltinn hjá ykkur ágætu þingmenn og framtíð okkar svæðis í ykkar höndum, eitthvað sem ég hélt að ég ætti ekki eftir að lifa, ég vill og mikill meirihluti í Þingeyjarsýslum fá að ráða miklu um okkar búsetu og skilyrði fyrir búsetu það er ykkar hlutverk sem þingmanna að svo geti orðið. Við ætlumst til þess að þið veitið okkur stuðning í okkar málum, hér þurfum við sterkan og öflugan grunn til að byggja á til að snú byggðarþróun við hjá okkur. Pólitíkin á að liðka fyrir atvinnumálun en ekki að hindra eða tefja fyrir.


Bréf til Þingmanna

Kæru alþingismenn og ríkisstjórn.

 

Ég hef búið hér á Húsavík í 45 ár, hér hefur mér ávalt liðíð vel, gekk í barnaskólann og framhaldsskólann þar á eftir og lærði hér rafvirkjun.

Ég var afskaplega heppinn að geta klárað bóknámið í rafvirkjun hérna á Húsavík og síðar lært verklega þáttinn hjá föður mínum.

Ég var svo lánsamur að hitta konuna mína hérna á Húsavík og eignast með henni þrjú yndisleg og heilbrigð börn sem eru 11, 13 og 21 árs.

Við keyptum okkur gamalt hús hér sem við höfum verið að gera upp og í því sambandi lagt mikið á okkur og mikla vinnu til þess að húsið okkar verði notalegt.

Ég stofnaði hér rafmagnsfyrirtæki ásamt föður mínum 1994 og hef rekið það fyrirtæki síðan og hefur reksturinn ekki alltaf verið dans á rósum en yfirleitt gegnið þokkalega.

 

Mér þykir afskaplega vænt um Húsavík og vill helst hvergi fara. Rætur mínar eru sterkar hér þó svo að ég sé ættaður frá Súðavík og Siglufirði.

Mig langar að útskýra aðeins fyrir ykkur hvers vegna mér hefur liði vel hér, ég áttaði mig ekki á því að fyrri en ég var eldri og sá hvað það var sem mér þótti Húsavík svo góður staður.

Eðlilega voru það vinir og fjölskylda en það sem skipti mestu máli að ég gekk í barnaskólann hérna, framhaldsskólann og það sem hefur skipt mig einna mestu máli er að

ég gat gengið að heilbrigðisþjónustunni og sjúkrahúsinu vísu sem og aðra grunnþjónustu sem skiptir miklu máli í slíku sveitarfélagi.

Á sjúkrahúsi Húsavíkur starfar eitthvert það albesta starfsfólk sem ég hef kynnst í þessum geira.

Ég segi það ekki vegna þess að ég þekki þetta fólk heldur vegna þess að ég og mínir hafa

kynnst því af eigin raun og hafa sagt að þeim líði hvergi betur en hérna á sjúkrahúsinu sérstaklega fyrir viðmót starfólksins.

Starfsfólk sjúkrahússins vinnur starfs sitt af alúð og samviskusemi og þjónustar svæðið að Þórshöfn af stakri prýði.

 

Við hér erum tilbúin að taka á okkur sanngjarna skerðingu en að ætlast til þess af okkur að leggja niður sjúkrahlutann á Húsavík er algjörlega úr öllum takti.

Þið verið að skilja þetta að svona skerðing hefur gríðarlegar afleiðingar í för með sér og Þessi mikla skerðing bitnar ekki bara á því góða fólki sem vinnur við Heilbrigðisgeirann.

Ég hef það eftir framkvæmdanefnd sjúkrahússins að svo mikil krafa um skerðingu hefur áhrif á um 70 störf í 40-45 stöðugildum.

Þetta starfólk sjúkrahússins hefur ekki í nein önnur störf að hverfa og verður því sennilega að flytja og burt og sennilega úr landi.

Við getum sagt að um 2-300 manns fari þá frá Húsavík á einu bretti með mökum og börnum komi til þessara uppsagna.

Slík blóðtaka er skelfileg, ekki bara fyrir fólkið sem missir vinnuna á sjúkrahúsinu heldur grafa slíkar uppsagnir og fólksflótti undan annarri grunnþjónustu í sveitarfélaginu.

Slík skerðing sem fyrirhuguð er á sjúkrahúsinu brýtur niður þær stoðir sem halda sveitarfélaginu okkar upp.

 

Þetta hefur einnig þær afleiðingar að þau þjónustufyrirtæki sem starfa hér missa mikið við slíkan fólksflótta og getur því miður ekki haft annað en uppsagnir í för með sér hjá þeim.

Ég á og starfa við eitt slíkt fyrirtæki sem hefur haft um 4-5 manns í vinnu, í  svona samfélagi eins og á Húsavík lifum við á hvort öðru, lifum á því að þjónusta hvert annað og fyrirtækið mitt er engin undantekning.

Skerðing Framhaldsskólans er einnig grafalvarlegt mál fyrir okkur hér. Árið 2006 sameinaðist Raufarhöfn, Öxarfjörður, Kelduhverfið við Húsavík sem áður var búið að sameinast

Reykjahverfinu í Sveitarfélagið Norðurþing. Þetta er gríðarlega stórt sveitarfélag og til að gera ykkur grein fyrir því þá eru um 156 km frá Húsavík til

Raufarhafnar og á 3ja hundrað km til Þórshafnar frá Húsavík. Þetta svæði þarfnast þess að öflug grunnþjónusta sé fyrir hendi. 

 

Kæru Þingmenn fari svo að þessi þjónusta leggist af hér fer flest annað og bæjarfélagið mitt sem mér er svo kært á afar erfitt uppdráttar á eftir.

Hvað mig varðar persónulega verður  öll okkar þrotlausa vinna við hús okkar  og fyrirtæki til einskis það þykir mér afar dapurlegt og grátlegt að horfa uppá.

Slíkar sparnaðaráætlanir sem felast í þessum tillögum Heilbrigðisráðherra verða margfalt dýrari fyrir samfélagið þegar upp er staðið. Ég bið ykkur að endurskoða

þessa skerðingu og horfa á þetta frá þeim sjónarmiðum sem ég hef sett hér niður.

 

Með fyrirfram þökk og vinsemd

 

Áki Hauksson

Höfðavegur 13

640 Húsavík

 sími 895-2545


Hagsmunir Norðurþings er forgangsmál Þinglistans

Sameiginlegt umhverfismat Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Stóra verkefnið okkar á Bakka hefur ekki gengið eins og best verður á kosið og lítið ágerst í þeim málum frá því að skrifað var undir viljayfirlýsinguna 2006.Eitt stærsta áfallið var þegar að Þórunn Sveinbjarnardóttir þáverandi umhverfisráðherra  Samfylkingarinnar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar setti verkefnið á Bakka í sameiginlegt umhverfismat sem umboðsmaður Alþingis úrskurðaði síðar að væri stjórnsýslulagabrot.  Á frægum fundi hér á Húsavík sagði Þórunn að verkefnið tefðist ekki um einn dag út af þessari ákvörðun sinni. Síðan eru liðin tæp tvö ár og lítið gerst síðan. Tjónið vegna þessarar ákvörðunar er mikið fyrir okkur hér í Norðurþingi.  Það er vilji Þinglistans að leita réttar okkar og gagnvart ráðherra og umhverfisráðuneytinu og krefjast bóta vegna tafa sem hafa orðið á verkefninu.Það alvarlegasta í þessu Bakkaverkefni hjá okkur er lítill áhugi þingmanna og ríkisstjórnar. Nú liggur þetta Umhverfismat fyrir og ekkert nýtt hefur komið fram í kjölfarið, engar ákvarðanir eða ný tromp á hendi. Ýmis teikn eru á lofti um að dregið hafi úr áhuga fyrir verkefninu því er afar brýnt að bregðast rétt við.  Við höfum ekki tíma né fjármagn til að grafa hausnum í sandinn mikið lengur og bíða eftir því að einhver “annar” geri eitthvað.Staðreyndin er sú að núverandi viljayfirlýsing við ríkið rennur út 1. maí 2011 og hvað tekur við eftir það veit enginn.  Almenningur hefur frest til 14. júní 2010 til að gera athugasemdir við sameiginlega umhverfismatið.  Eftir þann frest á eftir að yfirfara og vinna úr kærum sem berast vegna þessa sameiginlega mats.  Viljayfirlýsingin kveður á um að bora verður þrjár rannsóknarborholur á Þeystareykjum ásamt mörgum öðrum atriðum sem verður að klára svo að viljayfirlýsing haldi.  Ég get ekki séð að það gangi eftir í sumar ef kærur vegna þessa mats verða margar og tafsamar í vinnslu.

 

Samband við Þingmenn.

Margir vilja halda því fram að það muni torvelda Þinglistanum setu í sveitarstjórn Norðurþings að hafa ekki sambönd inn á þing í gegnum þingmenn Norðausturkjördæmisins vegna þess að Þinglistinn sé óháður allri flokkapólitík.  Með því að vera óháð framboð með áhrif  í sveitarstjórn Norðurþings getur Þinglistinn beitt sér að meira afli inn í landspólitíkina, það er alveg klárt að þingmenn hvar svo sem þeir sitja koma ekki til með að hafna því að vinna með Þinglistanum að góðum málum fyrir sveitarfélagið.  Þinglistinn er alveg óhræddur að vinna með hvaða þingmanni/mönnum úr hvað flokki/flokkum sem er til að ná því besta fram fyrir sveitarfélagið.  Ég tel að með algjörlega óháðu framboði náist betur til allar þingmanna og inn í hvaða ríkisstjórn sem er.  Þinglistinn hefur engra annarra hagsmuna að gæta en hagsmuna sveitarfélagsins og íbúa þess.Við látum ekki flokkapólitík eða einstaka hagsmuni þingmanna ganga fyrir hagsmuni sveitarfélagsins.Sveitarstjórnarpólitík og landspólitík eru tveir ólíkir hlutir.  Sveitarstjórnarpólitík vinnur eftir þeim lögum og reglum sem landspólitíkin setur. Sveitarstjórnir á hverjum stað er svo frjálst að vinna innan þessara laga óháð flokkspólitík.  Ég tel að þessi sambinding á milli sveitarstjórnarpólitíkur og landspólitíkur þessa svokölluðu fjórflokka sé til þess fallin að þvælast fyrir mörgum stórum málum sem verið er að vinna í innan sveitarfélagsins og móðurflokkarnir stjórni of miklu í gegnum sína flokka í sveitarstjórn.

Hvaða sambönd er verið að tala um?

Hér eru tvö dæmi um sambönd sem hefðu átt að hjálpa okkur í þessu stóra máli okkar á Bakka. Samband Sjálfstæðisflokks í Norðurþingi og aftur Sjálfstæðisflokks á Alþingi en sá flokkur sat í ríkisstjórn þegar að skrifað var undir viljayfirlýsinguna 2006.  Fyrst með Framsóknarflokki og svo aftur með Samfylkingu eftir Alþingiskosningarnar 2007.  Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar setti verkefnið okkar í sameiginlegt umhverfismat með samþykki beggja stjórnarflokkanna.Sjálfstæðisflokkurinn hér hafði öll tök á því að beita sér af fullu afli inn í móðurflokki sínum til að breyta þessari ákvörðun sem og að þrýsta á önnur brýn mál sem snéri að þessu verkefni okkar en taldi betra að eyðileggja ekki þetta „samband“  á milli flokkana og einstaklingana sem þar sitja, rugga ekki bátum.  Samband Samfylkingarinnar í Norðurþingi við móðurflokk sinn á Alþingi hefði einnig átt að hjálpa okkur í þessu stóra verkefni okkar þar sem að Samfylkingin barðist mikið fyrir því í aðdraganda kosninga að þetta verkefni kæmist á.  Hvers vegna gat Samfylkingin hér ekki komið í veg fyrir það í gegnum móðurflokk sinn að þessi ólöglega ákvörðun Þórunnar næði fram að ganga?  Mátti ekki eyðileggja þetta samband á milli flokkana og einstaklingana sem þar sitja?  Hverjir eru að stjórna hverjum? Í þessu sambandi má nefna að Svandís Svavarsdóttir núverandi umhverfisráðherra var svínbeygð af sveitarstjórnarmönnum á Suðurlandi og varð að draga til baka sitt ólöglega sameiginlega umhverfismat sem hún ætlaði að setja Helguvíkurverkefnið í.Þar ofbauð sveitarstjórnarmönnum á Suðurlandi sem og þingmönnum úr öllum flokkum nema Vinstri Grænum, yfirgangur umhverfisráðherrans og beittu sér að alefli í því að leysa málið með miklum þrýstingi sveitarstjórnarmanna.  Ekki vegna þess að þeir sem sitja í sveitarstjórnum á Suðurnesjum eru Framsóknarfólk, Sjálfstæðisfólk, eða Samfylkingarfólk, þessi mikli þrýstingur kom vegna þess að of mikið var undir til að bregðast ekki strax við slíkri ákvörðun sem Svandís tók og gerði á sömu forsendum og Þórunn tók í okkar tilviki hér.  

Hvernig viljum við sveitarfélagið Norðurþing.

 

 

Nú fer í hönd enn einar sveitastjórnarkosningarnar, sennilega þær mikilvægustu í langan tíma.

Nú þarf áræðið, traust og gott fólk í forystusveit sveitarfélagsins. Velta verður hverri krónu fyrir sér og þær krónur sem er afgangs verður að nýta á sem besta hátt í þágu allra íbúa sveitarfélagsins.

Höfuð áhersla verður að leggja á þau atriði sem auka tekjur fyrir sveitarfélagið.

Það er gert fyrst og fremst með því að laða að ný fyrirtæki stór sem smá og bjóða alla þá aðila velkomna sem tilbúnir eru að fjárfesta og skapa atvinnu hér í sveitarfélaginu sem og að hlúa að þeim fyrirtækjum sem fyrir eru.

Tryggja verður að sú orka sem við eigum hér í Þingeyjarsýslum verði nýtt heima í héraði, það er afar mikilvægt vopn í þeirri  viðleitni okkar til að laða fleiri fyrirtæki í sveitarfélagið,  í raun erum við mörgum skrefinu framar en mörg önnur sveitarfélög hvað það varðar og mikilvægt að nýta þetta vopn okkar á uppbyggilegan og jákvæðan hátt. Mikilvægt er að fylgjast vel með og vera vakandi yfir öllum tækifærum,  eiga frumkvæði  til viðræna og samninga við þau fyrirtæki sem leita sér samastað fyrir sína starfsemi.

Standa þétt við bakið á frumkvöðlum og aðstoða á allan hátt í þeirri vona að skapist tekjur og atvinna. Hvert einasta starf skiptir máli. 

.

Tryggja verður orkunýtingu í Þingeyjarsýslum

Hvað varðar orkuna og nýtinguna á henni er mikilvægt að hafa í huga,  þó svo að hún sé mikil í iðrum jarðar hjá okkur þá er langt í land að hún verði að raforku.

Það kostar gríðar mikla peninga að reisa virkjun til að beisla gufuna til rafmagnsframleiðslu. Slík virkjun kostar alltaf einhverja tugi milljarða jafnvel á annað hundrað milljarða.

Til þess að fjármagna slíka virkjun verður að fá stórann orkukaupanda með langtíma samning um raforkuna til einhverja tugi ára.

Þannig kaupandi liggur ekki á lausu nema þá helst álframleiðendur. Fari svo að ekki verði samið við stórann orkukaupanda er afar mikilvægt að tryggja með samningi  við ríkið að Þingeyjarsýslurnar eiga rétt á orkunýtingunni og njóti forgagns að ákveðnu hlutfalli þeirrar orku sem hægt er að virkja. Marka verður skýra stefnu í orkumálum og orkunýtingu á næstu misserum með beinum viðræðum við stjórnvöld. Það er afar mikilvægt að binda alla hnúta í þessum efnum og vinna hratt.

Núverandi viljayfirlýsing við stjórnvöld rennur út 1 Mars 2011.

 

Vakandi yfir öllum tækifærum

Mikilvægt er að setja á laggirnar nefnd sem gegnir því mikilvæga hlutverki að vera vakandi yfir öllum nýjum atvinnutækifærum sem koma inn á borð sveitarstjóra eða stjórnsýslunnar.

Fylgja öllum nýjum tækifærum eftir í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga sem vinnur þá málið áfram. Engum hugmyndum verður hent út af borðinu án þess að þessi nefnd hefur fjallað um þær.

 

Grunnþjónustan verður að vera í lagi

Það er ekki nóg að ná „bara“ til sín fyrirtækjunum ef grunnþjónusta sveitarfélagsins er ekki í lagi. Tryggja verður að samfélagið sé í stakk búið til að veita góða þjónustu á öllum sviðum samfélagsins fyrir íbúa sveitarfélagsins og ekki síst þeim sem vilja flytja í sveitarfélagið með starfsemi sína eða fjölskyldur. Við erum í samkeppni við öll hin sveitarfélögin í landinu um fólk og fyrirtæki. Þetta eru tveir megin þættir sem geta ekki verið án hvors annars þ.e.a.s fyrirtækin sem koma með tekjurnar til þess að grunnþjónustan sé í lagi svo að fólkinu líði sem best,  órjúfanlegir þættir í hverju sveitarfélagi.

Mikilvægt atriði í þessu sambandi er að þær eignir sem sveitarfélagið getur ekki nýtt en aðrir sjá  tækifæri í þeim verði auglýstar og seldar hæstbjóðanda til að hámarka verðmæti þeirra og þar með að styrkja grunnþjónustuna í samfélaginu.

 

Sameina sveitarfélagið, félagsstarf unglinga og efla Framhaldsskólann

Afar mikilvægt er að hlúa að jaðarbyggðum sveitarfélagsins og efla þær á allan máta. Mikið réttlætis mál í sveitarfélaginu er að allir íbúar þess geti stundað framhaldsnám í framhaldsskólanum á Húsavík annað hvort í gegnum  fjarkennslu eða þá að geta staðsett sig á Húsavík til að stunda sitt nám frá dreifðari byggðum.

Mikilvægt er að skoða alla möguleika  sem bjóða upp á slíkt í samstarfi við ríkið.

Þetta er afar mikilvægur þáttur í því að efla tengsl milli fólks í þéttbýli  og hinna dreifðu byggða sveitarfélagsins og skapa þannig grunninn fyrir vinskap og eðlilegum samskiptum íbúa sveitarfélagsins.

Vera einnig velvakandi yfir öllum öðrum tækifærum sem eru mikilvæg í að halda tengslum við alla íbúa sveitarfélagsins. Þannig getum við þjappað byggðunum betur saman.   

Í framhaldi af þessu verður einnig að leita leiða til að skapa þann grunn að félagslíf ungs fólks í sveitarfélaginu verði til fyrirmyndar og unglingar geti fundið sér samastað nokkrum sinnum í viku til að hittast og halda tengslin.

Jafnvel að bjóða upp á og skiptast á sætaferðum innan sveitarfélagsins  t.d. á tilteknum Laugardögum og má í því sambandi nefna að það mætti horfa til þess að opna  bíó á Húsavík aftur ef áhugi er fyrir því og þær sætaferðir til Húsavíkur verði í tengslum við sýningar sem og aðra góða afþreyingu.

Nýta Mærudagana fyrir alla íbúa sveitarfélagsins, fá jaðarbyggðirnar með.

Efla verður alla þessa þætti sem sameinar sveitarfélagið í eitt og stuðla að því að mynda eina heild.

 

Ferðaþjónustan.

Ferðaþjónusta er stór þáttur hér hjá okkur og skapar góðar tekjur fyrir sveitarfélagið. Þennan þátt verður að efla enn meira og leita leiða til að nýta þau mannvirki sem þegar standa auð og lítil not eru fyrir í dag. Bökugarðurinn á Húsavík er dæmi um slíkt sem þarf að fara að skila tekjum, leita verður allra leiða til að nýta þetta mikilvæga mannvirki.

Einn megin þáttur í því er að þrýsta enn frekar á stjórnvöld við að klára Dettifossveg, það er grunnurinn fyrir því að laða hingað skemmtiferðaskip.

Við búum hér í einni fallegustu náttúruperlu landsins, erum með t.d. Dettifoss, Ásbyrgi, Hljóðakletta, Hólmatungur,  og hvalaskoðunarmiðin, áhugaverð söfn eins og skjálftasafnið á Kópaskeri,  sem kynnir jarðfræði svæðisins mjög vel, Safnahúsið, Hvalasafnið og Reðursafnið.

Hugmyndin að heimskautagerðinu á Raufarhöfn er hreint frábær og miklar pælingar þar að baki hvað varðar tímatal árstíðanna byggt á gangi sólar.

Við eigum þar af leiðandi að vera í kjöraðstöðu til að fá ferðamanninn beint hingað til okkar til sjóleiðina og Bökugarðurinn er lykilatriði í því.   

  

Áki Hauksson

Skipar 3. sætið á lista þinglistans.


Að vera traustsins verður.

Nú hefur nýtt framboð litið dagsins ljós í Norðurþingi, Þinglistinn- listi óháðra í Norðurþingi sem er óháð allri flokkapólitík á landsvísu. Framboðið mun hugsa fyrst og fremst um hagsmuni Norðurþings og íbúa þess nái það áhrifum í sveitastjórn Norðurþings. Ég er afar stoltur af þessum lista sem nú er kominn fram, það hefur verið afar gott að vinna með þessu fólki sem situr á listanum.

 

Áhugi minn á sveitastjórnarmálum sem og að gera samfélagið okkar betra er mikill.  

Fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2006 var mér boðið seta á lista Sjálfstæðisflokksins og óháðra sem ég þáði  af tveimur ástæðum annars vegar vegna þess að óháðir gátu setið á honum þar sem ég vildi ekki  vera flokksbundinn og hinsvegar vegna þess að mitt aðaláhugamál er uppbygging stóriðju og nýting þeirra orku sem hér er í heimabyggð. Sjálfstæðisflokkurinn á landsvísu studdi þetta verkefni okkar í orði og sá ég að þar væri ég ágætlega staðsettur til að vinna í þessu verkefni vegna þeirra tengsla sem væri á milli D-lista sjálfstæðisflokks og óháðra og móðurflokksins þar sem að hann sat í ríkisstjórn þá. Sá semsagt að ég gæti látið gott af mér leiða fyrir sveitarfélagið og íbúa þess með þessi tengsl að vopni. Áhuginn hjá mér á stóra verkefninu á Bakka  var og er mikill en mér fannst vanta áhugann hjá alþingi og þingmönnum þessa kjördæmis. Hann var mestur hjá þeim blessuðum þegar að þeir sátu hér á fundum þar sem enginn gat náð eyrum þeirra nema heimamenn.

Ég gagnrýndi þetta oft og vildi fá miklu meiri stuðning fyrir þessu verkefni hér heima og opinberlega.

 

Þessi tengsl á milli Sjálfstæðisfélagsins og móðurflokks sem ég hafði trú á fór þverrandi. Ég taldi best að fara nota aðra herkænsku en áhuginn fyrir því var lítill því miður. Ekki þótti gott að fara rugga einhverjum bátum og þingmenn lofuðu að vinna í málinu, ýta því áfram og þess háttar. Sveitastjórnarfulltrúar vildu frekar treysta á þingmenn síns flokks en að grípa til beinna aðgerða sjálfir. Það er reyndar afar spaugilegt en samt grafalvarlegt að sá þingmaður sem átti og ætlaði að vinna í þessum málum var forseti bæjarstjórnar Akureyrar á þessum tíma. Ég eins og Akureyringar ætlast til þess að kjörnir sveitarstjórnarfulltrúar/bæjarstjórnarfulltrúar  vinni fyrst og fremst fyrir sitt sveitarfélag eins og forseti bæjarstjórnar Akureyrar á að gera fyrir Akureyri.

 

Stórt áfall reið yfir Bakkaverkefnið þegar að Þórunn Sveinbjarnardóttir setti verkefnið í sameiginlegt umhverfismat. Ég vildi strax að þessi ákvörðun Þórunnar yrði kærð án tafar en enginn vilji var fyrir því. Ekki þótti ráðlegt af þingmönnum okkar að beita sér inn í ríkisstjórn eða rugga bátum það hefði ekkert upp á sig því þessi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar færi ekki á límingunum út af þessari ákvörðun Þórunnar. Þarna sá ég áhugann fyrir þessu verkefni inn á alþingi  Ekki mátti styggja þessa háu herra með að þrýsta á þá.

Frekar að láta sveitarfélagið blæða út fjárhagslega og bíða. Bíða eftir hverju? Missa verkefnið? Það var og er enginn vilji fyrir þessu verkefni okkar, þetta verkefni er notað sem skiptimynt í stjórnarmyndunarviðræðum sama hvort heldur flokkurinnn heitir Sjálfstæðisflokkur eða eitthvað annað. Sveitarfélagið dregið of lengi á asnaeyrunum fyrir einhver loforð sem aldrei var vilji til að efna.

 

Ég hef fengið það á mig að vera ekki traustsins verður fyrir það að rápa inn og út úr sjálfstæðisflokknum í tíma og ótíma sem er afar skondið og skemmtileg fullyrðing. Ég hef gengið þrisvar í flokkinn og þrisvar úr flokknum, man ekki í augnablikinu hvenær ég var skráður í flokkinn fyrst en það var fyrir mörgum árum síðan. Fyrsta skiptið sem ég gekk úr flokknum var vegna sölu á togurum Höfða h/f og sameiningu þess félags við Fiskiðjusamlags Húsavíkur á sínum tíma sennilega í kringum 1996 og í framhaldi kaupin á Húsvíkingi Þ.H 1 en þessi gjörningur var gerður af meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðis og algjörlega út í hött og var upphafið að endinum sem orsakaði það að við misstum tökin á Fiskiðjusamlagi Húsavíkur og kvótanum.

Það má nefna fleiri dæmi t.d. rækjuverksmiðjuna sem reist var í Kanada og afskrifuð á einu bretti stuttu síðar.

 

Annað skiptið sem ég gekk í flokkinn var árið 2007 í prófkjöri flokksins til alþingiskosninga þegar að ég vildi stuðla að því að Sigurjón Benediksson kæmist á alþingi. Ég gekk strax eftir það úr flokknum vegna þess að ég vildi vera óháður áfram.

Í þriðja skiptið gekk ég í flokkinn vegna þess að mér var boðið að sitja landsfund sjálfstæðisflokksins sem haldinn var að mig minnir 2007 ég taldi það rétt að prófa það og hvort ég gæti þá í leiðinni komið okkar verkefni á Bakka áleiðis í gegnum landsfundinn og þar inn í ríkisstjórn. Fljótlega eftir fundinn gekk ég svo úr flokknum af sömu ástæðu og áður þ.e.a.s að ég vildi vera óháður áfram. Þetta eru þær ástæður fyrir því að ég gekk í og úr flokknum. Ef ég er ekki traustsins verður fyrir þetta verður svo að vera.

 

Einnig hefur verið reynt að gera þá ákvörðun mína að segja mig úr skipulags og byggingarnefnd tortryggilega en eftir setu mína í nokkurn tíma sá ég engan tilgang með setu minni þar. Mig langar að nefna hér þrjár helstu ástæður fyrir úrsögn minni úr þeirri nefnd en nokkur önnur  dæmi er hægt að nefna hér einnig líka en læt það vera. Ég vill byrja á því að nefna það hér að þessi nefnd er  lögboðin nefnd sveitarfélaga og verða því öll skipulags og byggingarmál að fara fyrir hana áður en framkvæmdir hefjast.

 

1.  Ákveðið hús hér í bæ var tekið fyrir í Skipulags og bygginganefnd og veitt leyfi fyrir byggingu þess, sex dögum seinna á ég leið um þessa lóð og stóð þá þetta hús sem samþykkt var sex dögum áður fullreist og fokhelt.

Ég er sjálfur iðnaðarmaður og veit að ekki er hægt að reisa slíkt hús á sex dögum og gera fokhelt.

Ég gerði alvarlega athugasemd við þetta við yfirvöld á sínum tíma og krafðist þess að gripið yrði til þeirra refsingar sem ætti við í slíkum málum en ekkert varð úr því og málið svæft.

 

2. Inn á borð skipulags og byggingarnefndar kom erindi frá Hvammi heimili aldraðar sem sótti um lóðina við Pálsgarð, sótti Hvammur um alla lóðina og var þetta erindi samþykkt. Í sveitarstjórn var þessari ákvörðun skipulags og byggingarnefndar breytt þannig að Hvammur fengi einungis helming þess lóðar sem var búið að úthluta Hvammi. Þessi ákvörðun sveitastjórnar að mínu mati brýtur stjórnsýslulög,  í þessu tilfelli hefði sveitastjórn átt að hafna erindinu og Hvammur að sækja um lóðina aftur og þá í gegnum skipulags og byggingarnefnd. Ég gerði einnig athugasemdir við þetta en eins og áður var ekki hlustað.

 

3. Ég var skipaður í ferlinefnd sem er hliðarnefnd við skipulags og byggingarnefnd um ferlimál fatlaðra, á fyrsta ári var samþykkt fjárveiting fyrir einni milljón og var framkvæmt fyrir þá upphæð það ár, annað árið var sama upphæð samþykkt og ekkert gert. Ástæðan fyrir því var sú að peningar sem ætlaðir voru í þennan málaflokk voru notaðir í annað. Gerði ég einnig athugasemdir við þetta en ekkert gert, málið svæft. Þegar að ljós kom að þessi lögboðana skipulags og byggingarnefnd sveitarfélagsins var einmitt bara hugsuð til þess að uppfylla þau skilyrði að hún ætti að vera til en samþykktir hennar ekki alltaf virtar sá ég enga ástæðu til að sitja í þessum nefnd lengur, eyða tíma og fjármunum sveitarfélagsins til einskis. Embættismannavaldið réði því sem það vildi ráða.

 

Svona í lokin þá hef ég haft gaman af fyrrverandi pólitískum félögum mínum sem eru farnir að lofa fyrir Þinglistann kosningarloforðum til þess eins að gera lítið úr listanum og því fólki sem að honum vinnur. Ég hefði viljað að loforðin sem listinn kemur með fram verði gerður af því fólki sem stendur að Þinglistanum og í hans nafni það er lágmarks kurteisi við það fólk sem vinnur að listanum.  

 

Með kveðju

Áki Hauksson


Hverjir komu framsalinu á kvóta á?

Hér  tek ég kafla úr lögum um stjórn fiskveiða sem samþykkt voru á alþingi 5 Maí árið 1990 en Framsóknarflokkurinn, Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið voru í ríkisstjórn þá og samþykktu þessi  lög. En síðast nefndu flokkarnir stofnuðu Samfylkinguna. Þessi kafli fjallar um framsalið á kvótanum. Það virðist vera mikill misskilningur í umræðunni að Sjálfstæðisflokkurinn hafi komið þessu kerfi á enda hafa spunameistarar annarra flokka reynt að klína þessu á Sjálfstæðisflokkinn og kalla hann oft flokk kvótagreifanna.

Þeir sem samþykktu þetta meðal annar á sínum tíma voru  Ólafur Ragnar Grímsson sem var fjármálaráðherra Alþýðubandalagsins og núverandi forseti Íslands, Jóhanna Sigurðardóttir sem var félagsmálaráðherra  Alþýðuflokksins og núverandi forsætisráðherra og Steingrímur J Sigfússon sem var Samgöngu og Landbúnaðarráðherra  fyrir Alþýðubandalagið og núverandi fjármálaráðherra. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins  sem í þingsal voru greiddu atkvæði gegn frumvarpinu.    

En í lögum um stjórn fiskveiða segir:

„Heimilt er að framselja aflahlutdeild skips að hluta eða öllu leyti og sameina hana aflahlutdeild annars skips, enda leiði flutningur aflahlutdeildar ekki til þess að veiðiheimildir þess skips, sem flutt er til, verði bersýnilega umfram veiðigetu þess. Fyrirhugað framsal aflahlutdeildar til skips í eigu annarrar útgerðar skal tilkynnt með mánaðar fyrirvara í samræmi við ákvæði 3. mgr. og fellur aflahlutdeild niður sé þess ekki gætt. Tafarlaust skal leita staðfestingar ráðuneytisins á að flutningur aflaheimildar sé innan heimilaðra marka. Öðlast slíkur flutningur ekki gildi fyrr en staðfesting ráðuneytis liggur fyrir. Ekki er heimilt að framselja þann hluta aflahlutdeildar skips sem rekja má til uppbóta samkvæmt ákvæði I til bráðabirgða fyrr en að liðnum fimm árum frá gildistöku laga þessara, enda hafi skipi, sem framselt er af, verið haldið til veiða allt það tímabil.“    

 

Hér fyrir neðan viðurkenna Vinstri Grænir að þau lög sem þeir sjálfir settu á árið 1990 hafi verið röng.  í Stefnuskrá Vinstri Grænna segir.

Þrátt fyrir ákvæði laga um að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar hafa aflaheimildir verið markaðsvæddar, með þær farið sem ígildi einkaeignarréttar og þær safnast á æ færri hendur. Framhjá því verður heldur ekki litið að markmið núverandi laga um stjórn fiskveiða hafa ekki náðst og þróunin sumpart orðið í þveröfuga átt. Störfum í sjávarútvegi hefur fækkað og þau flust frá sjávarbyggðum andstætt markmiðinu um að tryggja atvinnu og efla byggð í landinu. Þótt ýmsir nytjastofnar séu í viðunandi ástandi stendur þorskstofninn, mikilvægasti nytjastofn landsmanna, enn höllum fæti. 

 

 Samfylking og Vinstri Grænir vilja reyndar nú í dag afturkalla fiskveiðiheimildirnar og endurúthluta þeim aftur og skilja skuldirnar eftir í sjávarútvegs fyrirtækjunum sem þó þessi flokkar stofnuðu til með þessum lögum. 

Margir vilja í dag halda því fram  og þá sérstaklega í þeim flokkum sem settu þessi lög á okkur að framsalið á kvóta sé undirrót alls þess sem yfir okkur gengur nú í efnahagslífinu.

Við skulum vona að Vinstri Grænir  geri ekki önnur sambærileg misstökin í dag eins og  t.d. með því að ganga í ESB. Steingrímur J Sigfússon hefur sjálfsagt á þessum tíma ætlað sér að láta allt yfir sig ganga til að ríkisstjórn Framsóknar, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags héldi velli þá eins og hann vill með núverandi ríkisstjórn. 

Ég er reyndar sammála þessu kvótakerfi í dag en ég vill meiri aflaheimildir ég tel Hafró alveg út á túni í sínum rannsóknum.    

 

Læt hér fylgja lögin eins og þau voru samþykkt á sínum tíma http://www.althingi.is/altext/112/s/0609.html

 

Eru Vinstri Grænir trúverðugir?

Norðurþing á að snúa sér að einhverju öðru! Einhverju allt öðru! Þetta var tillaga Aðalsteins Snæbjörnssonar fulltrúa Vinstri Grænna í sveitastjórn Norðurþings vegna kostnað við boranir og orkurannsóknar á Þeystareykjasvæðinu í fréttum RUV um atvinnumálum okkar hér í Norðurþingi. Gagnrýndi hann harðlega þann kostnað sem farið hafa til orkurannsókna og orkuöflunar á Þeystareykjum. Þessi fulltrúi taldi að sveitarfélagið væri komið á vonarvöl út af þessu verkefni. 

.

Hvað varðar kostnaðinn við rannsóknir á Þeystareykjum vil ég vitna beint í orð formanns Vinstri Grænna Steingríms J Sigfússonar um orkunýtingu en þetta lét hann hafa eftir sér árið 2003.

.

 „Steingrímur J. Sigfússon lýsir yfir eindregnum stuðningi við það að nýta jarðhitasvæðin í nágrenninu fyrir orkufrekan iðnað á Húsavík og nafngreindi hann sérstakalega Þeystareyki og jarðhitasvæðin í Mývatnssveit“ 

.

Hvaða jarðhita ætlaði Steingrímur að nýta ef hann vissi ekki hvaða orka væri í iðrum jarðar? Hvernig á að framkvæma rannsóknir án fjármagns Aðalsteinn? Hvað átti Steingrímur við með orkufrekum iðnaði Aðalsteinn? Hvaða annar orkufrekur iðnaður bíður eftir okkur? Hvað er hægt að greiða lengi af láninu sem við tókum í þetta verkefni okkar sem Vinstri Grænir byrjuðu á áður en það verður tekið af okkur? Aðalsteinn áttar sig ekki á því að með hvatningu formanns þeirra var farið út í þetta verkefni á Þeystareykjum og Mývatnssveit með samþykkt H-Listans sem Vinstri Grænir sátu í.

.

Nú berjast Vinstri Grænir og Samfylkingin gegn þessu verkefni og notar Landvernd sem er áróðursmaskína Vinstri Grænna og stór hluta Samfylkingarinnar fyrir því að ganga endanlega frá þessu verkefni okkar. 

Einnig heldur þessi fulltrú Vinstri Grænna fram í sveitarstjórn Norðurþings að  Vinstri Grænir hafi ekki haft áhrif í bæjarstjórn Húsavíkur á þeim tíma þegar að skrifað var undir viljayfirlýsingu um álver á Bakka 17 maí 2006 eða þá vinnu sem búið var að leggja í verkefnið af hálfu Húsavíkurbæjar þar áður. Einnig lét annar áhrifamaður innan Vinstri Grænna hér á Húsavík Björgvin Leifsson hafa eftir sér að Vinstri Grænir hefði ekki átt aðild að H-Listanum. 

Þeir félagar verða fyrst að sannfæra formann þeirra áður en þeir fara að sannfæra kjósendur um að Vinstri Grænir hafi ekki setið í H-Listanum. 

.

Formaðurinn Steingrímur J segir árið 2003 á flokksþingi VG orðrétt.

„Við eigum auðvitað okkar hlut í því fylgi sem féll í skaut sameiginlegra framboðslista, ekki síst á stöðum þar sem við vitum að við stöndum nokkuð sterkt að vígi. Dæmi um slíkt eru sameiginleg framboð vinstri manna eða framboð byggð á félagslegum grunni á stöðum eins og Reykjavík, Húsavík, Borgarnesi, Ólafsfirði, Álftanesi, Siglufirði o.s.frv.Það jákvæðasta við sveitarstjórnarkosningarnar var auðvitað sú uppbygging flokksstarfs, reynsla og þjálfun sem fjölmargir fengu í þessari frumraun okkar. Það er enginn minnsti vafi í mínum huga að við gerðum rétt í því að bjóða fram alls staðar þar sem aðstæður voru til þess og í eigin nafni þar sem ekki voru aðgengileg skilyrði til samstarfs við aðra.“

  

Hvenær höfðu þið Vinstri Grænir áhrif innan H-Listans Aðalsteinn Snæbjörnsson og Björgvin Leifsson? Var það allan tímann frá 1998 til 2006 sem þið höfðuð áhrif nema 17 Maí 2006? Hvaða fulltrúar Vinstri Grænna fóru út af listanum á þessum tveimur kjörtímabilum? Var þá Samfylkingin ein í meirihluta? Þið verðið að upplýsa okkur kjósendur um þetta. Við verðum að geta treyst því þegar að þið sitjið í meirihluta að þið kannist þá við það.  


Hér er þetta eitthvað annað hjá Steingrími Joð

Í alþingiskosningum árið 2007 kom þessi upptalning frá formanni Vinstri Grænna í staðarblað Norðurþings  fyrir okkur álverssinna um eitthvað annað að gera fyrir okkur hér.

Það skal tekið fram að þessi upptalning kemur fram þegar að svo kallað góðæri ríkti á Íslandi.

Sennilega hefur Steingrímur J verið fullur bjartsýni á að bankarnir ættu eftir að stækka enn meira á þessu ári til auka við velferðarkerfið. Eða hann í versta fallið trúað því að eitthvað annað en gjaldeyrir kæmi til með að borga fyrir þessa upptalningu kannski skattar.

En hér getur að líta á upptalningu hjá hæstvirtum fjármálaráðherra og bjargvætti Íslands.

 

Eitthvað annað eru þá t.d. störf í opinberri þjónustu og allur fyrirsjáanlegur og mögulegur vöxtur þar: -Heilbrigðisstofnun Þingeyinga -Framhaldsskólinn á Húsavík -Sýslumaður og lögregla -Þekkingarseturs Þingeyinga -Náttúrustofa Norðausturlands -Háskólasetur H.Í. á Húsavík -leik- tónlistar- og grunnskólar -félagsþjónusta -áhaldahús -bæjarskrifstofur -veitustarfsemi sveitarfélagsins, raforkuframleiðsla úr afgangsgufu frá hitaveitu og tengd sorpbrennsla eru allt góð dæmi um umsvif sem eru "eitthvað annað" *"Eitthvað annað" er þjónusta á vegum einkaaðila: -bankar -verslanir -iðn- og handverksþjónusta -byggingarstarfsemi, viðhald, viðgerðir, verkstæðisrekstur.

Eitthvað annað er ferðaþjónusta, mesta vaxtargrein íslensks atvinnulífs sl. 30 ár: -hvalaskoðun -hvalamiðstöð og söfn -veitinga- og gististaðir -bílaleiga, rútuútgerð, bílstjórar, leiðsögumenn, landverðir og hvers kyns afþreying *Garðarsstofa á Húsavík er "eitthvað annað" Eitthvað annað eru matvælavinnslu- og iðnfyrirtækin í gömlu mjólkurstöðinni. *"Eitthvað annað" er Norðlenska saltfiskverkun, hausaþurrkun og önnur umsvif GPG, landvinnsla Vísis, útgerð báta og skipa......lífrænar gulrætur í Öxarfirði og kryddjurtir og te í Aðaldal eru "eitthvað annað" .....

 

Þetta eru þær tillögur sem hann kom með um eitthvað annað gegn álverssinnum hér í Norðurþingi.

En ég tók eftir því að  ekkert nýtt kom fram hjá honum þetta er allt hér á staðnum.

 

Nú verð ég að spyrja mig þeirrar spurningar hvers vegna setur Steingrímur J Sigfússon og hugmynda og stefnusmiður vinstri grænna Hjörleifur Guttormsson ekki meira fé í opinberan rekstur?

Samkvæmt þessum tillögum er lausnin fólgin í opinberum rekstri , því kemur það mér  mjög á óvart að sá hinn sami sem kom með þessar tillögur um eitthvað annað er að draga úr opinberum rekstri og hækka skatta til að ná tökum á fjármálunum.

Hvað er ekki að ganga upp í hugmyndafræði Vinstri Grænna?

Hvað er það sem ég er ekki að skilja í þessu hjá þeim?

Er það fyrst nú að hann sé að átta sig á því að gjaldeyrir komi frá útflutnings fyrirtækjum

en ekki opinberum störfum? T.d álfyrirtækjum og fiskútflutningi sem og öðrum útflutningi  það skyldi ekki vera. Ég læt ykkur um að dæma.

Ég er ekkert hissa að Steingrímur J flaggi ekki þessum tillögum sínum núna.

Enda lætur hann það duga að segja við fjölmiðla að við í Norðurþingi eigum að snú okkur að einhverju öðru en álveri.

En hér hafið þið það landsmenn hvað þetta eitthvað annað er hjá Steingrími Joð.


Lögbrot Þórunnar umhverfisráðherra

 

 

Umboðsmaður alþingis hefur úrskurðað að umhverfisráðherra hafi brotið stjórnsýslulög og lög um umhverfismat þegar að hún ákvað að setja framkvæmdir vegna álvers á Bakka við Húsavík í heilstætt umhverfismat.

Ég ætla ekki að fara nánar út í úrskurðinn hér en hægt er að sjá hann á þessum link http://www.umbodsmaduralthingis.is/skyrslur/skoda.asp?Lykill=1264&Skoda=Mal. Ég er hinnsvegar mjög undrandi á því hvers vegna ekki er rætt um þessi lögbrot umhverfisráðherra í fjölmiðlum þessa lands. Túlkun mín á þessum lögbrotum ráðherranns er sá að matið er þegar fallið úr gildi. Vilji hún fá annað mat í gang til að tefja enn frekar framkvæmdir hér fyrir norðan verður hún að mínu mati að hafa jafnræðisregluna til hliðsjónar og setja Helguvíkurálverið í sama farveg og hún gerir við Bakkaálverið

Ég var á þessum fræga fundi ráðherranns á Húsavík þar sem að hún hélt því fram að hún hafi farið eftir lögum er hún ákvað að setja okkar verkefni í heilstætt umhverfismat sem nú er komið á daginn að eru ólög.

Ég vill taka það fram að ég samgleðst þeim á suðurlandi og hvet þá áfram í sínum álversframkvæmdum.

Okkar verkefni hér eftir þennan úrskurð umboðsmanns alþingis er í þeim farvegi sem við vildum sjá þ.e.a.s sama farveg og Helguvíkurálverið. Ég reikna fastlega með því að iðnaðarráðherra taka jafn vel á móti okkur og verði klár með samningspennann til undirskriftar um  fjárfestingarsamning fyrir okkur hér eins og hann gerði fyrir þau á suðurlandi.

Ég hvet sveitastjórn Norðurþings að hefja skaðabótarmál á hendur umhverfisráðuneytinu því þetta ólöglega mat hefur kostað okkur hundruð milljóna króna vegna tafa. 

Ég vona að aðrir ráðherrar temji sér ekki svona vinnubrögð í framtíðinni

Með lögum skal land byggja en ólögum eyða


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband