Hverjir komu framsalinu á kvóta á?

Hér  tek ég kafla úr lögum um stjórn fiskveiða sem samþykkt voru á alþingi 5 Maí árið 1990 en Framsóknarflokkurinn, Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið voru í ríkisstjórn þá og samþykktu þessi  lög. En síðast nefndu flokkarnir stofnuðu Samfylkinguna. Þessi kafli fjallar um framsalið á kvótanum. Það virðist vera mikill misskilningur í umræðunni að Sjálfstæðisflokkurinn hafi komið þessu kerfi á enda hafa spunameistarar annarra flokka reynt að klína þessu á Sjálfstæðisflokkinn og kalla hann oft flokk kvótagreifanna.

Þeir sem samþykktu þetta meðal annar á sínum tíma voru  Ólafur Ragnar Grímsson sem var fjármálaráðherra Alþýðubandalagsins og núverandi forseti Íslands, Jóhanna Sigurðardóttir sem var félagsmálaráðherra  Alþýðuflokksins og núverandi forsætisráðherra og Steingrímur J Sigfússon sem var Samgöngu og Landbúnaðarráðherra  fyrir Alþýðubandalagið og núverandi fjármálaráðherra. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins  sem í þingsal voru greiddu atkvæði gegn frumvarpinu.    

En í lögum um stjórn fiskveiða segir:

„Heimilt er að framselja aflahlutdeild skips að hluta eða öllu leyti og sameina hana aflahlutdeild annars skips, enda leiði flutningur aflahlutdeildar ekki til þess að veiðiheimildir þess skips, sem flutt er til, verði bersýnilega umfram veiðigetu þess. Fyrirhugað framsal aflahlutdeildar til skips í eigu annarrar útgerðar skal tilkynnt með mánaðar fyrirvara í samræmi við ákvæði 3. mgr. og fellur aflahlutdeild niður sé þess ekki gætt. Tafarlaust skal leita staðfestingar ráðuneytisins á að flutningur aflaheimildar sé innan heimilaðra marka. Öðlast slíkur flutningur ekki gildi fyrr en staðfesting ráðuneytis liggur fyrir. Ekki er heimilt að framselja þann hluta aflahlutdeildar skips sem rekja má til uppbóta samkvæmt ákvæði I til bráðabirgða fyrr en að liðnum fimm árum frá gildistöku laga þessara, enda hafi skipi, sem framselt er af, verið haldið til veiða allt það tímabil.“    

 

Hér fyrir neðan viðurkenna Vinstri Grænir að þau lög sem þeir sjálfir settu á árið 1990 hafi verið röng.  í Stefnuskrá Vinstri Grænna segir.

Þrátt fyrir ákvæði laga um að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar hafa aflaheimildir verið markaðsvæddar, með þær farið sem ígildi einkaeignarréttar og þær safnast á æ færri hendur. Framhjá því verður heldur ekki litið að markmið núverandi laga um stjórn fiskveiða hafa ekki náðst og þróunin sumpart orðið í þveröfuga átt. Störfum í sjávarútvegi hefur fækkað og þau flust frá sjávarbyggðum andstætt markmiðinu um að tryggja atvinnu og efla byggð í landinu. Þótt ýmsir nytjastofnar séu í viðunandi ástandi stendur þorskstofninn, mikilvægasti nytjastofn landsmanna, enn höllum fæti. 

 

 Samfylking og Vinstri Grænir vilja reyndar nú í dag afturkalla fiskveiðiheimildirnar og endurúthluta þeim aftur og skilja skuldirnar eftir í sjávarútvegs fyrirtækjunum sem þó þessi flokkar stofnuðu til með þessum lögum. 

Margir vilja í dag halda því fram  og þá sérstaklega í þeim flokkum sem settu þessi lög á okkur að framsalið á kvóta sé undirrót alls þess sem yfir okkur gengur nú í efnahagslífinu.

Við skulum vona að Vinstri Grænir  geri ekki önnur sambærileg misstökin í dag eins og  t.d. með því að ganga í ESB. Steingrímur J Sigfússon hefur sjálfsagt á þessum tíma ætlað sér að láta allt yfir sig ganga til að ríkisstjórn Framsóknar, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags héldi velli þá eins og hann vill með núverandi ríkisstjórn. 

Ég er reyndar sammála þessu kvótakerfi í dag en ég vill meiri aflaheimildir ég tel Hafró alveg út á túni í sínum rannsóknum.    

 

Læt hér fylgja lögin eins og þau voru samþykkt á sínum tíma http://www.althingi.is/altext/112/s/0609.html

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband