Lögbrot Þórunnar umhverfisráðherra

 

 

Umboðsmaður alþingis hefur úrskurðað að umhverfisráðherra hafi brotið stjórnsýslulög og lög um umhverfismat þegar að hún ákvað að setja framkvæmdir vegna álvers á Bakka við Húsavík í heilstætt umhverfismat.

Ég ætla ekki að fara nánar út í úrskurðinn hér en hægt er að sjá hann á þessum link http://www.umbodsmaduralthingis.is/skyrslur/skoda.asp?Lykill=1264&Skoda=Mal. Ég er hinnsvegar mjög undrandi á því hvers vegna ekki er rætt um þessi lögbrot umhverfisráðherra í fjölmiðlum þessa lands. Túlkun mín á þessum lögbrotum ráðherranns er sá að matið er þegar fallið úr gildi. Vilji hún fá annað mat í gang til að tefja enn frekar framkvæmdir hér fyrir norðan verður hún að mínu mati að hafa jafnræðisregluna til hliðsjónar og setja Helguvíkurálverið í sama farveg og hún gerir við Bakkaálverið

Ég var á þessum fræga fundi ráðherranns á Húsavík þar sem að hún hélt því fram að hún hafi farið eftir lögum er hún ákvað að setja okkar verkefni í heilstætt umhverfismat sem nú er komið á daginn að eru ólög.

Ég vill taka það fram að ég samgleðst þeim á suðurlandi og hvet þá áfram í sínum álversframkvæmdum.

Okkar verkefni hér eftir þennan úrskurð umboðsmanns alþingis er í þeim farvegi sem við vildum sjá þ.e.a.s sama farveg og Helguvíkurálverið. Ég reikna fastlega með því að iðnaðarráðherra taka jafn vel á móti okkur og verði klár með samningspennann til undirskriftar um  fjárfestingarsamning fyrir okkur hér eins og hann gerði fyrir þau á suðurlandi.

Ég hvet sveitastjórn Norðurþings að hefja skaðabótarmál á hendur umhverfisráðuneytinu því þetta ólöglega mat hefur kostað okkur hundruð milljóna króna vegna tafa. 

Ég vona að aðrir ráðherrar temji sér ekki svona vinnubrögð í framtíðinni

Með lögum skal land byggja en ólögum eyða


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband