Bréf til Þingmanna

Kæru alþingismenn og ríkisstjórn.

 

Ég hef búið hér á Húsavík í 45 ár, hér hefur mér ávalt liðíð vel, gekk í barnaskólann og framhaldsskólann þar á eftir og lærði hér rafvirkjun.

Ég var afskaplega heppinn að geta klárað bóknámið í rafvirkjun hérna á Húsavík og síðar lært verklega þáttinn hjá föður mínum.

Ég var svo lánsamur að hitta konuna mína hérna á Húsavík og eignast með henni þrjú yndisleg og heilbrigð börn sem eru 11, 13 og 21 árs.

Við keyptum okkur gamalt hús hér sem við höfum verið að gera upp og í því sambandi lagt mikið á okkur og mikla vinnu til þess að húsið okkar verði notalegt.

Ég stofnaði hér rafmagnsfyrirtæki ásamt föður mínum 1994 og hef rekið það fyrirtæki síðan og hefur reksturinn ekki alltaf verið dans á rósum en yfirleitt gegnið þokkalega.

 

Mér þykir afskaplega vænt um Húsavík og vill helst hvergi fara. Rætur mínar eru sterkar hér þó svo að ég sé ættaður frá Súðavík og Siglufirði.

Mig langar að útskýra aðeins fyrir ykkur hvers vegna mér hefur liði vel hér, ég áttaði mig ekki á því að fyrri en ég var eldri og sá hvað það var sem mér þótti Húsavík svo góður staður.

Eðlilega voru það vinir og fjölskylda en það sem skipti mestu máli að ég gekk í barnaskólann hérna, framhaldsskólann og það sem hefur skipt mig einna mestu máli er að

ég gat gengið að heilbrigðisþjónustunni og sjúkrahúsinu vísu sem og aðra grunnþjónustu sem skiptir miklu máli í slíku sveitarfélagi.

Á sjúkrahúsi Húsavíkur starfar eitthvert það albesta starfsfólk sem ég hef kynnst í þessum geira.

Ég segi það ekki vegna þess að ég þekki þetta fólk heldur vegna þess að ég og mínir hafa

kynnst því af eigin raun og hafa sagt að þeim líði hvergi betur en hérna á sjúkrahúsinu sérstaklega fyrir viðmót starfólksins.

Starfsfólk sjúkrahússins vinnur starfs sitt af alúð og samviskusemi og þjónustar svæðið að Þórshöfn af stakri prýði.

 

Við hér erum tilbúin að taka á okkur sanngjarna skerðingu en að ætlast til þess af okkur að leggja niður sjúkrahlutann á Húsavík er algjörlega úr öllum takti.

Þið verið að skilja þetta að svona skerðing hefur gríðarlegar afleiðingar í för með sér og Þessi mikla skerðing bitnar ekki bara á því góða fólki sem vinnur við Heilbrigðisgeirann.

Ég hef það eftir framkvæmdanefnd sjúkrahússins að svo mikil krafa um skerðingu hefur áhrif á um 70 störf í 40-45 stöðugildum.

Þetta starfólk sjúkrahússins hefur ekki í nein önnur störf að hverfa og verður því sennilega að flytja og burt og sennilega úr landi.

Við getum sagt að um 2-300 manns fari þá frá Húsavík á einu bretti með mökum og börnum komi til þessara uppsagna.

Slík blóðtaka er skelfileg, ekki bara fyrir fólkið sem missir vinnuna á sjúkrahúsinu heldur grafa slíkar uppsagnir og fólksflótti undan annarri grunnþjónustu í sveitarfélaginu.

Slík skerðing sem fyrirhuguð er á sjúkrahúsinu brýtur niður þær stoðir sem halda sveitarfélaginu okkar upp.

 

Þetta hefur einnig þær afleiðingar að þau þjónustufyrirtæki sem starfa hér missa mikið við slíkan fólksflótta og getur því miður ekki haft annað en uppsagnir í för með sér hjá þeim.

Ég á og starfa við eitt slíkt fyrirtæki sem hefur haft um 4-5 manns í vinnu, í  svona samfélagi eins og á Húsavík lifum við á hvort öðru, lifum á því að þjónusta hvert annað og fyrirtækið mitt er engin undantekning.

Skerðing Framhaldsskólans er einnig grafalvarlegt mál fyrir okkur hér. Árið 2006 sameinaðist Raufarhöfn, Öxarfjörður, Kelduhverfið við Húsavík sem áður var búið að sameinast

Reykjahverfinu í Sveitarfélagið Norðurþing. Þetta er gríðarlega stórt sveitarfélag og til að gera ykkur grein fyrir því þá eru um 156 km frá Húsavík til

Raufarhafnar og á 3ja hundrað km til Þórshafnar frá Húsavík. Þetta svæði þarfnast þess að öflug grunnþjónusta sé fyrir hendi. 

 

Kæru Þingmenn fari svo að þessi þjónusta leggist af hér fer flest annað og bæjarfélagið mitt sem mér er svo kært á afar erfitt uppdráttar á eftir.

Hvað mig varðar persónulega verður  öll okkar þrotlausa vinna við hús okkar  og fyrirtæki til einskis það þykir mér afar dapurlegt og grátlegt að horfa uppá.

Slíkar sparnaðaráætlanir sem felast í þessum tillögum Heilbrigðisráðherra verða margfalt dýrari fyrir samfélagið þegar upp er staðið. Ég bið ykkur að endurskoða

þessa skerðingu og horfa á þetta frá þeim sjónarmiðum sem ég hef sett hér niður.

 

Með fyrirfram þökk og vinsemd

 

Áki Hauksson

Höfðavegur 13

640 Húsavík

 sími 895-2545


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Uppsagnir 70 manns á Húsavík jafngildur að rúmlega 800 manns yrði sagt upp í Reykjavík!!

Gunnar Heiðarsson, 5.10.2010 kl. 23:20

2 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Áki !  Þú ávarpar þessi "stórmenni" sem í Þjóðarleikhúsinu sitja , ekki rétt , þér ber að segja " Háttvirtur" ellegar "Hæstvirtur" ef ráðherra á í hlut , en veit að vísu ekki hvernig ávarpa skal óráðherra , það er bölv. mein því flest þeirra falla þau undir að vera óráðherra þ.e. ráðherra með óráði .

    Kærar kveðjur í sláturhúsið t.d. Simma , já líka hinns Simmans þ.e. sérstaklega þess aldna , svo og bróður Egils heitins (þess er flutti á Höfn) , æ hvað heitir hann aftur? Jóa í reiknum frá þessum sem kunni vel að meta hangiketið (hrátt) hjá honum í fyrra , var of seinn að sækja um í sláturtíðina núna - kannske eins gott því ég hótaði Sigmari því að klára úr pelanum , næst , en hann bauð upp á smá koníak á lokadaginn í fyrra .

   Get bætt við að ég stefni að því að flytja öll mín viðskipti í sparisjóðinn hjá ykkur , en það er eina svarið sem ég á við þessum þjófastofnunum er teljast bankar hér syðra .

Hörður B Hjartarson, 5.10.2010 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband