25.9.2009 | 18:28
Hér er þetta eitthvað annað hjá Steingrími Joð
Í alþingiskosningum árið 2007 kom þessi upptalning frá formanni Vinstri Grænna í staðarblað Norðurþings fyrir okkur álverssinna um eitthvað annað að gera fyrir okkur hér.
Það skal tekið fram að þessi upptalning kemur fram þegar að svo kallað góðæri ríkti á Íslandi.
Sennilega hefur Steingrímur J verið fullur bjartsýni á að bankarnir ættu eftir að stækka enn meira á þessu ári til auka við velferðarkerfið. Eða hann í versta fallið trúað því að eitthvað annað en gjaldeyrir kæmi til með að borga fyrir þessa upptalningu kannski skattar.
En hér getur að líta á upptalningu hjá hæstvirtum fjármálaráðherra og bjargvætti Íslands.
Eitthvað annað eru þá t.d. störf í opinberri þjónustu og allur fyrirsjáanlegur og mögulegur vöxtur þar: -Heilbrigðisstofnun Þingeyinga -Framhaldsskólinn á Húsavík -Sýslumaður og lögregla -Þekkingarseturs Þingeyinga -Náttúrustofa Norðausturlands -Háskólasetur H.Í. á Húsavík -leik- tónlistar- og grunnskólar -félagsþjónusta -áhaldahús -bæjarskrifstofur -veitustarfsemi sveitarfélagsins, raforkuframleiðsla úr afgangsgufu frá hitaveitu og tengd sorpbrennsla eru allt góð dæmi um umsvif sem eru "eitthvað annað" *"Eitthvað annað" er þjónusta á vegum einkaaðila: -bankar -verslanir -iðn- og handverksþjónusta -byggingarstarfsemi, viðhald, viðgerðir, verkstæðisrekstur.
Eitthvað annað er ferðaþjónusta, mesta vaxtargrein íslensks atvinnulífs sl. 30 ár: -hvalaskoðun -hvalamiðstöð og söfn -veitinga- og gististaðir -bílaleiga, rútuútgerð, bílstjórar, leiðsögumenn, landverðir og hvers kyns afþreying *Garðarsstofa á Húsavík er "eitthvað annað" Eitthvað annað eru matvælavinnslu- og iðnfyrirtækin í gömlu mjólkurstöðinni. *"Eitthvað annað" er Norðlenska saltfiskverkun, hausaþurrkun og önnur umsvif GPG, landvinnsla Vísis, útgerð báta og skipa......lífrænar gulrætur í Öxarfirði og kryddjurtir og te í Aðaldal eru "eitthvað annað" .....
Þetta eru þær tillögur sem hann kom með um eitthvað annað gegn álverssinnum hér í Norðurþingi.
En ég tók eftir því að ekkert nýtt kom fram hjá honum þetta er allt hér á staðnum.
Nú verð ég að spyrja mig þeirrar spurningar hvers vegna setur Steingrímur J Sigfússon og hugmynda og stefnusmiður vinstri grænna Hjörleifur Guttormsson ekki meira fé í opinberan rekstur?
Samkvæmt þessum tillögum er lausnin fólgin í opinberum rekstri , því kemur það mér mjög á óvart að sá hinn sami sem kom með þessar tillögur um eitthvað annað er að draga úr opinberum rekstri og hækka skatta til að ná tökum á fjármálunum.
Hvað er ekki að ganga upp í hugmyndafræði Vinstri Grænna?
Hvað er það sem ég er ekki að skilja í þessu hjá þeim?
Er það fyrst nú að hann sé að átta sig á því að gjaldeyrir komi frá útflutnings fyrirtækjum
en ekki opinberum störfum? T.d álfyrirtækjum og fiskútflutningi sem og öðrum útflutningi það skyldi ekki vera. Ég læt ykkur um að dæma.
Ég er ekkert hissa að Steingrímur J flaggi ekki þessum tillögum sínum núna.
Enda lætur hann það duga að segja við fjölmiðla að við í Norðurþingi eigum að snú okkur að einhverju öðru en álveri.
En hér hafið þið það landsmenn hvað þetta eitthvað annað er hjá Steingrími Joð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.